Meðlimir hljómsveitarinnar Land og Synir eru Hreimur Ö. Heimisson (söngvari), Jón Guðfinnsson (bassaleikari), Njáll Þórðarson, Birgir Nielsen (trommuleikari) og Gunnar Þ. Eggertsson (gítarleikari).
Hljómsveitin var eigilega svona sveitaballahljómsveit en núna finnst mér þeir orðnir miklu betri en það, fyrst sungu þeir á íslensku en núna syngja þeir á ensku. Diskarnir sem þeir hafa gefið út eru held ég þrír: Njótið vel (5 laga diskur) Frelsi, Herbergi 313 og Happy Endings.
Margir Íslendingar voru að pæla í því afhverju þeir skiptu úr því að syngja á íslensku yfir á ensku en þeir sömdu nefnilega samning árið 2001 að þeir myndu semja 6 plötur á ensku samningurinn var gerður við sama fyrirtækið og gaf út plötun ,,The Real me\“ með Svölu Björgvins.
Hljómsveitin er góð og syngur meðal annars lögin “If” sem var vinsælt með ótrúlega flottu myndbandi. “Smile” sem var með fyndnasta myndband sem ég hef séð lengi (myndbandið var tekið á austurlandi, ekki langt frá Hvolsvelli) og fleiri.
Þeir spiluðu á Eldhúspartý á FM og voru líka í djúpu lauginni um daginn.
Fyrstu 2000 eintökin af plötunni Hapy Endings voru svokallaðar \”Limited Edition\“.
Á þessum eintökum verður aukaefni s.s. frumupptökur af nokkrum lögum á plötunni, \”unplugged\“-útgáfur og margt fleira.
\”LE\" eintökin verða auðkennd með öðru albúmi.
Ef ég væri þú myndi ég sko kaupa þennan disk mig langar alla vegana geðveikt mikið í hann í jólagjöf.
Mér þykir Land&Synir og kannski Írafár veru bestu íslensku hljómsveitirnar.
Hvað finnst þér um þá?
:)