Tilgangur áhugamálsins um popptónlist er að vera vettvangur umræðu um
popptónlist og alls kyns málefni því tengdu, fyrst og fremst í
fræðsluskyni fyrir þá sem þar taka þátt. Vonast er eftir opinni og
fordómalausri umræðu þar sem þátttakendur umgangast hvern annan af
virðingu og tillitsemi.
Þátttaka undir skjánafni á hugi.is er til þess að þáttakendur geti
tekið þátt, sent inn fyrirspurnir eða svarað, með opnari huga en
mögulega væri hægt undir nafni.
Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á
einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar.
Stjórnendur áhugamálsins hafa rétt til að eyða út hverju því efni sem
ekki er metið falla að tilgangi áhugamálsins.