I. ALMENNT
Persónuvernd þín skiptir Huga miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Huga.
II. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
III. ÁBYRGÐ OG TENGILIÐIR
Þórður Sigurðsson, hér eftir nefndur „eigandi“, ber almennt ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni og er svokallaður ábyrgðaraðili vinnslu í skilningi persónuverndarlöggjafar vegna þjónustu Huga. Þá eru þeir aðilar sem eigandi kann að miðla upplýsingum til, sbr. V kafli þessarar persónuverndarstefnu, sjálfstæðir ábyrgðaraðilar varðandi þá vinnslu upplýsinga sem fer fram á þeirra vegum, svo sem í tengslum við markaðsstarfsemi, og bera sjálfstæða ábyrgð á því að öll meðferð þeirra sé í samræmi við persónuverndarlöggjöf.
Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á hugi@hugi.is.
IV. SÖFNUN OG NOTKUN
Hlutverk okkar er að bjóða notendum Huga upp á spjallvef. Skráning þín er eingöngu birt með þeim hætti sem þú hefur samþykkt og meðhöndlun persónuupplýsinga byggir á þínu samþykki. Til að geta sinnt hlutverki okkar söfnum við upplýsingum um:
V. MIÐLUN
Hlutverk okkar er að bjóða notendum uppá vettvang til að deila fróðleik og taka þátt í samræðum. Notendur nýskrá sig í kerfi Huga og geta valið sér að deila öðrum upplýsingum í gegnum sinn aðgang.
Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.
VI. ÞRIÐJU AÐILAR
Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða -og markaðsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.
Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni. Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook og Google.
VII. VERNDUN
Við leggjum mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar.
Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum Facebook síðu Huga.
VIII. VARÐVEISLA
Hugi heldur úti sérstakri þjónustu við skráningar þínar og metum stöðugt hvort okkur sé heimilt að varðveita þær áfram. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að varðveita þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.
IX. RÉTTINDI ÞÍN
Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda tölvupóst á hugi@hugi.is:
X. PERSÓNUVERND BARNA
Persónuupplýsingar um börn yngri en 18 ára þar sem notendur Huga verða að vera orðnir 18 ára til að nýskrá sig á vefinn.
Þegar óskað er eftir samþykki barns eða annars einstaklings sem á erfiðara að meðtaka upplýsingarnar t.d. sökum fötlunar á borð við blindu eða heyrnarleysi, vegna sjúkdóms eða ellisljóleika skal þess gætt að óskin sé sett fram með einföldum, skýrum og aðgengilegum hætti og henni fylgi með fullnægjandi fræðsla með tilliti til þroska og færni viðkomandi.
XI. BREYTINGAR
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á vefnum www.hugi.is.