Ég óska eftir virkum stjórnendum í eftirtalin milliáhugamál á nýja Huga.
* Menning
* Dýr
* Dægurmál
* Sport
* Skjár (kvikmyndir og sjónvarpsáhugamálin verða hér undir)
* Leikir
* Lífsstíll
* Margmiðlun
* Vélar
* Lífið (tilveran verður færð í þetta ásamt öllum áhugamálunum undir henni)
* Tónlist
* Tækni
* Fræði

Kröfur:
Vera stjórnandi á Huga á einhverju áhugamáli.
Hafa tekið þátt í betunni og kunna vel á nýja Huga.
Setja metnað í að efla sitt svið.

Milliáhugamál hafa ekkert efni sjálf heldur birta efni úr undiráhugamálum. Stjórnendur á milliáhugamálum hafa stjórn á öllum undiráhugamálunum og eiga að hjálpa stjórnendum þar að halda utan um viðkomandi áhugamál. Munu trúlega fá meiri vald seinna. Sjáum til hvernig þetta gengur fyrst.

Hugi er núna í sögulegu lágmarki og við þurfum að grisja út eitthvað af óvirkum stjórnendum (nokkrum áhugamálum verður líka lokað). Mörg áhugamál verða hugsanlega án stjórnenda til að byrja með og því er mikilvægt að þeir sem eru stjórnendur í milliáhugamálinu séu tilbúnir að sjá um þau í einhvern tíma og reyna vekja þau upp.