Ég er með hugmynd! Hvernig væri nú ef maður gæti hakað við “ólesið” eða “geyma” við hugboð sem maður fær. Stundum er maður t.d. að rökræða við einhvern en hefur ekki tíma/orku til að svara viðkomandi þegar maður skoðar svarið. Þá gæti maður merkt við “svara seinna” eða jafnvel bara “ólesið” og þá minnir það mann á að maður á eftir að svara. :)
Ég hef allavegana lent allt of oft í því að ég ætla að svara einhverjum seinna en gleymi því svo :( Lítur út eins og ég vilji ekki svara eða geti það ekki…afskaplega leiðinlegt…
En jájá, þetta var bara svona hugmynd :)
Segið endilega hvort þið mynduð notfæra ykkur þetta ef þetta væri í boði. Kannski er ég bara ein um þetta :P :)
Kveðja, Stjarna4
An eye for an eye makes the whole world blind