Verkefnalistinn var hugsaður þannig að stjórnendur færu í listann og smelltu á innsent efni og samþykktu það það, svo færu þeir aftur í verkefnalistann og merktu hvað þeir gerðu við þetta.
Ef stjórnandi merkir verkefni á verkefnalistasíðunni sem lokið eða samþykkt gerir það ekkert nema að láta verkefnið hverfa úr listanum, en greinin er áfram ósamþykkt inni í kerfinu.
Þetta var gert til að öll verk á verkefnalistanum yrðu unnin eins, t.d. ef álit á þræði er tilkynnt, og ekkert þarf að gera við það, þyrfti að fara aftur í verkefnalistann og merkja það hunsað.
Við vorum ekki 100% sáttir við þetta, en héldum að þetta gæti gengið upp.
Við höfðum greinilega rangt fyrir okkur og þurfum að vinna betur í þessu. Aðgerðirnar inni á verkefnalistasíðunni munu hverfa, nema fyrir verk eins og hunsa tilkynnt efni. Verkefni detta þá úr verkefnalistanum þegar lokaaðgerð (eytt, ritskoðað, læst, samþykkt) er gerð innsenda efnið. Í raun ekki ósvipað og þetta er í dag á núverandi huga.
Að senda skilaboð á notenda þegar efni er samþykkt hreinlega gleymdist og er eitthvað sem við þurfum að bæta inn.
Bætt við 28. mars 2012 - 01:48
Notendur munu fá hugboð þegar efni er samþykkt eða hafnað, ekki skilaboð.