Spurning:
Hvenær kemur nýr Hugi?
Svar:
Áætlanir gera ráð fyrir fyrsta árshelmingi 2012.
Spurning:
Dettur allt efnið út í nýja Huga?
Svar:
Allt almennt efni sem er inni mun halda sér. Það sem mun detta út er t.d. Blogg og Annars Hugar.
Allir notendur munu auðvitað halda sér og einkaskilaboð (sem eru milli notenda).
Spurning:
Haldast stigin?
Svar:
Öll stig verða endurreiknuð miðað við efni sem notandi á.
Stigin verða kannski ekki nákvæmlega sömu en þau verða í réttu hlutfalli miðað við stig annarra.
Spurning:
Verður hægt að kjósa efni upp eða niður (e. like/dislike) eins og á mörgum öðrum vefsvæðum?
Svar:
Já, það verður hægt.
Spurning:
Get ég hjálpað til?
Svar:
Klárlega ef þú kannt eitthvað. Okkar vantar alltaf hugmyndir, prófara, forritara, grafíkara.
Spurning:
Í hvaða forritunarmáli/umhverfi er nýi Hugi gerður?
Svar:
Nýi Hugi er gerður í Python/Django umhverfinu.