Sem gamall hugari (skráði mig einhverntímann löngu fyrir árásarnir á tvíburaturnanna í New York, 11 ár síðan, er með yfir 5000 komment og 100+ greinar) þá er ég ótrúlega ánægður með að sjá áætlanir um að Hugi gangist í endurnýjun lífdaga.
Hugi var web2.0 og social network löngu áður en það var fundið upp á þessum nöfnum en undanfarið hefur hann kannski aðeins dregist aftur úr miðað við það sem gengur og gerist á internetinu í dag.
Ég hef í raun engar sérstakar tillögur en vil þó benda á (eins og þið eflaust vitið) að kóðinn á bakvið reddit er opensource og hægt að finna á github. Það er ábyggilega margt þar sem Hugi myndi græða gífurlega á. Ég hef prófað að fikta í því á netþjóninum mínum og það er tiltölulega aðgengilegt.
Ég vil líka bæta við því áliti mínu að þið reynið ekki að stjórna of mikið hvernig “community”-ið þróast. Svona netsamfélög hafa tilhneigingu til að snúast svolítið um sjálf sig þegar fram líða stundir (circle jerk) en það er bara skemmtilegt og býr til samfélagsanda. Ég man þegar forsíðukorkarnir voru fjarlægðir hérna á sínum tíma, það var pínu eins og sálin hafi verið skorin úr samfélaginu. Jafnvel þótt megnið af þráðunum voru ekkert sérstaklega uppbyggilegir þá virkaði það pínu eins og miðpunktur, love it or hate it, maður vissi allavegna hvar “torgið” var. Netsamfélög sem byggjast á ímynduðum punktum ættu ekki að taka sjálf sig of alvarlega eða vera stressa sig of mikið á því þótt sumir notendur séu með einhvern bjánaskap, það bara fylgir:)