Ef að einhverntíman yrði gerður listi yfir vanmetnustu hljómsveitir Íslands, myndi ég sannarlega samþykkja að hljómsveitin Spírandi Baunir fengi efsta sætið. Það liggur aðeins ein plata eftir þessa hljómsveit og kom hún út árið 1996, þeir höfðu þá áður unnið titilinn “athyglisverðasta hljómsveitin” á músíktilraununum (annað hvort sama ár, eða árið áður) Ég man bara eftir því þegar tilraunirnar voru spilaðar á Rás 2 og þar kynnti hás rödd að næsta lag væri tileinkað góðvini hljómsveitarinnar,...