Ég ætlaði eins og venjulega að setjast niður eftir matinn og horfa á kastljósið en þá kom í ljós að þáttastjórnendur höfðu ákveðið að hafa grínþátt þetta kvöldið. Gestur kvöldsins var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Eins og venjulega þá skildi ég ekki helminginn af því sem hann var að segja og sögur hans af sjálfum sér sem ungum dreng í fallegri sveit voru ,tja, í meðalagi miða við fyrri framistöðu í þeim flokki, enginn óskar þar. Hagræðing og lægra matvöruverð virtist ekki koma máli...