Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Nokia (0 álit)

í Farsímar fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það virðist skipta máli hvað nokia týpu maður á. Ég hef eingöngu átt Nokia síma. Fyrsti síminn minn var Nokia 5110 sem reyndist mér vel,klikkaði aldrei. Síðan þegar ég ákvað að endurnýja fékk ég mér 3310 sem var mjög góður. Þann þriðja og þann sem ég á núna er Nokia 8310. Hann er algjört drasl, alltaf að detta út og drepa á sér. Ég mæli ekki með honum.

Bíóferðir: skemmtun/leiðindi (40 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Allir hafa gaman að fara í bíó og ég geri mikið af því. Minnisstæð ein bíóferð sem ég fór svo allir fatti hvað ég er að tala um. Ég mætti tímanlega(sem ég geri alltaf) til að versla miða, popp og kók(ómissandi)og síðan fer ég inn í salinn. Finn sæti og hlamma mér niður. Slekk á hljóðinu á símanum. Salurinn fyllist og ljósin dofna en fær maður að slappa þá af, NEI. Þá eru nokkrir sem koma of seint og þá þarf maður að standa upp einu sinni eða tvisvar. Á meðan missti ég af byrjuninni. Loksins...

Hollívúd! (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Eins og flestir vita fær Hollívúd bólur öðru hverju. Það koma nokkrar myndir um sama efni með stuttu millibili. allir vilja náttúrulega græða á hugmyndum sem eru vinsælar hverju sinni . Oftast kemur ákveðin stórmynd og síðan fylgir eitthvað rusl með á eftir. Hvortsem það eru geðvondar risaeðlur, grjóthríð úr geimnum eða einhver mynd sem slær í gegn koma framhöldin á færibandi á eftir með misjöfnum árangri og ég játa að ég fer að sjá þessar myndir. Sumar eru góðar aðra ekki. Þetta er fín leið...

Óvissusýningar (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég hef farið á nokkrar óvissusýningar í gegnum tíðina og mér finnst þær mjög góðar. Að “vita ekki” á hvaða ræmu maður er að fara að sjá gerir þetta skemmtilegra. Ég og félagar mínir eru með lítið veðmál hvert skipti sem við förum á svona sýningar. Um daginn fór ég á óvissusýningu í Smárabíó og um var að ræða Star Wars II, Spider-man, Panic room (Jodie Foster) eða The Sweetest Thing(Diaz) Þegar Star Wars logoið kom upp öskruðu allir í salnum en þetta var bara trailerinn og síðan komu...

Gömlu ræmurnar á DVD (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég á Episode 1 á DVD og hinar á bandi. Það sem ég er að bíða eftir er að fá hinar á DVD. Ég skil ekki þessa þrjósku í að bíða með að gefa þær út. LUCAS WAKE UP MAN!!!

Metallica er og verða alltaf MetallicA (23 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég féll fyrir Metallica á svipuðum tíma og Justice kom út og hef hlustað á þá síðan. Á þeim árum hefur mér alltaf þótt þeir þéttir og ferskir. Kill'em All og Lightning voru góðar en þegar Puppets og Justice komu út þótti mér þetta besti tíminn þeirra. Tónlistin bauð upp á það besta. Það er hrein unun að hlusta á þessar plötur. Þegar svarta platan kom út varð hreint Metallica-æði í mínu plássi flestir kunnu lögin utan að og sungu með þegar var spilað. Load og Reload eru allt öðruvísi plötur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok