Komiði nú öll sæl og blessuð. Hér ætla ég að lýsa yfir óánægju minni með rokktónlist í dag. Ég meina, berum saman gamla rokkið og það nýja: Í því gamla, eins og t.d. með (gömlu) Metallicu, Iron Maiden, AC/DC, Guns n' Roses o. fl. þá voru lögin með virkilega flottum og meðalflóknum riffum, góðu viðlagi og öllu því og síðan kom virkilega flott sóló (í flestum tilvikum virkilega gott). Ég hlusta slatta á útvarp og þá einungis Radio X og ég man ekki eftir að hafa heyrt eitt einasta sóló í neinu...