Tilfinningarnar sem um líkama okkar flæða, eru þér allar í hag, þér, sem ert ekki hér í dag. Nú ertu vængjaður engill á sveimi, sennilega sá eini þinnar tegundar í þessum heimi. Fallega brosi þínu aldrei ég gleymi, það bræddi sig í hjarta mitt og þar ég það geymi. Veröldin virðist oft vera grimmur hundur, sem, þegar við eigum síst von á tætir hjörtu okkar í sundur. Það skítur bara svo skökku við að þú hafir á undan okkur staðið við himnana hlið. Með andlitið bjart og brosið svo breitt,...