Hvað ég hata þetta… Ég vaknaði, þreyttur. Klæddi mig í fötin, skóflaði í mig matnum, hundsaði foreldra mína. Fór í skólann. Gekk um gangana, fólk tekur ekki eftir mér, ég er ósýnilegur. Ég fer í tíma, sé bekkjarfélaga. Stelpurnar með eitthvern hávaða, strákarnir talandi um fótbolta. Ég sest við borðið mitt. Ég sit alltaf einn. Ég er alltaf einn. Ég fylgist ekkert með kennslunni, verið að kenna óreglulegar sagnir í Íslensku. Hver er tilgangurinn með því að þekkja í sundur sagnir, ef að maður...