Ég geri yfirleitt bara eitthvað ef það hagnast mér. Ef ég hjálpa öðrum er það til að eiga hjálp inni hjá þeim. Það kemur samt fyrir að maður hjálpi öðrum án þess að maður sjái einhvern gróða í því, eins og þegar maður hjálpar fólki sem er í veseni með bílinn út í vegkanti og þannig háttar. Þó fá nú flestir ákveðna vellíðunartilfinningu eftir að þeir hafa gert það, þannig að í raun fær fólk eitthvað út úr því, án þess þó að það hafi verið upprunalega markmiðið. Þú talar um samviskubit, en með...