Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kærastan þín (15 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Eins og skipsbrot, þegar staðreyndirnar renna upp fyrir mér, hver af annari, þeirri síðustu hrikalegri og kaldari. Og skynfærin lamast um leið og þú gengur inn grænmálaðan ganginn, með þína fögru kærustu þér við hlið, brosandi og hamingjusamur. Þið eruð þetta fyrirmyndarpar. -Hvað eigum við að gera á eftir? Spyrðu og horfir í gegnum mig. Ég svara þessu ekki, enda er ég ekki á staðnum. Þess í stað brosir kærastan þín fallegu brosinu og hnyppir öxlum. Hvað veit hún? Þið gerið bara eitthvað...

Lausn (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Horfið þrek og lífsins gleði vanheil á geði elska og legg lífið að veði Í valnum liggja sundurskotnir draumar uppraknaðir saumar Tárum drifinn hvarmur harmur er undir niðri kraumar Alkóhól í æðar smýgur sjötta glasið sjaldnast lýgur þér söguna vil segja á æðra plan mín vitund stígur syrgjandi sál skal deyja Er vakna ég á ný hve bjartur, fagur, nýr sá dagur ber þungan hug sem blý sálumein þó úr mér sorfið brjóstið tómt, mitt hjarta horfið

Virðingarleysi (1 álit)

í Tilveran fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Við erum í stríði við stjórnina ykkar, ekki ykkur. (Það gleymdist að bæta við: Það þýðir samt ekki að við berum virðingu fyrir ykkur). http://www.thememoryhole.org/war/stripped-iraqis.htm Þetta væri kannski fyndið í jackass en að vera niðurlægður svona fyrir almenning í landi þar sem þetta líðst alls ekki… þetta væri svipað og ef maður á íslandi yrði neyddur til að hafa mök við kind. Ég sárvorkenni þessum mönnum. <br><br>If idiots could fly, this place would be an airport

Vestrænar hetjudáðir (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Stríðandi fylkingar, frelsisins her Fegurri sýnir er sjaldan að líta Heiðingja brjóta skal og grýta Í réttlætis nafni er þjófurinn ber Við eigum landið, við erum hér Brandur blóði drifinn Georg hrifinn Kveljum hyskið uns heiðnin fer Ofstækisheiðingja myrðum í röðum Þeir leynast í skít og dimmum stöðum Við erum hetjur, börn okkar heima afrekum okkar aldrei gleyma

Ég var engill í strætó (2 álit)

í Dulspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mig dreymdi í fyrrinótt alveg ótrúlega undarlega. Þessi draumur situr enn í mér, og þar sem ég hef ekkert betra að gera í augnablikinu ætla ég bara að deila honum með ykkur. Ég var dáin í draumnum, og snilldin var að mér var slétt sama. Ég var að venjast þessum nýju aðstæðum mínum (týpískt bíómynda-dæmi). Ég var sem sagt dauð og kynnti mig sem &#8220;engil&#8221;, og var á frelsisflippi yfir því að ég gæti gert það sem mér sýndist. Ég var þarna með einhverri konu sem ég hef aldrei séð áður,...

Tengdur (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Maður sekkur dýpra og dýpra, og óskar þess að maður gæti sýnt ógeðslegum umheiminum að maður meinar vel, …af ókunnum óskiljanlegum ástæðum meinar maður alltaf vel. En allt kemur fyrir ekki, og ég stekk á bak við grímu andúðar og fyrirlitningar um leið. Alltaf. Þannig er því allavega farið með þau. Og hérna svífa þau á móti mér, í fimmta skiptið í dag. -Sæll vinur. Hvernig líður þér núna? Spyr hún brosandi, hvítklædd og sárasaklaus með eplarauðar kinnar. En ofar því, þá er þetta með endæmum...

Tortíming egósins (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Safnar saman brotum af mér afhverju ertu hér? Raðar þeim saman á ný og verkurinn fer Ég helst óbrotin þó aðeins hjá þér Og þú laumast út aftur meðan enginn sé

Pamela Anderson- Sex, drugs, rock and droll (19 álit)

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Pamela Denise Anderson fæddist klukkan 4:08, aðfaranótt 1. júlí árið 1967 í Ladysmith, British Columbia, Kanada. 1967 var aldarafmæli Kanada og Pamela var fyrsta barnið fætt þennan dag í Kanada sem færði henni titilinn &#8222;Aldarafmælis-barnið&#8220;. Pamela fékk í kjölfarið umfjöllun í dagblaði staðarins, &#8220;the Ladysmith-Chemainus Chronicle&#8221;. Fjölskyldan fékk peningaverðlaun og viðurkenningar. &#8222;Þarna byrjaði þetta allt&#8220;, segir Pamela. Stuttu eftir það fluttu...

Röng slóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Í dögun fetaði ranga slóð Sú aðeins bauð mér bölvun og blóð Leitaði svara, í svefninn þó fýsti Er óvissu bál að innan mig nísti Slóðin frá nautninni, firringu, svita Slóð sú að tárum, að hjartans hita Svaf ég á meðan í hjartað þig brenndir Sál mína vinur til helvítis sendir Bærist þitt hold undir hennar vanga Mig rífur að innan vitneskjan sú Ég á fyrir höndum ferðina langa Gagnslausrar leitar að horfinni trú Því í endann er svarið alltaf þú Sérðu orðin á hvörmum mér glitra Sérðu meiningu...

Barn brjálæðis (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Augun svo stór, svo fíngert þitt hár sem kraftaverk hendi þín kreppt um minn fingur Kistan svo lítil, því þú ert svo smár þá sprengjuregn þig inn í hinsta svefn syngur Bandaríkin bjarga þér vildu þá hlutlausir Svíar vopnuðu lið Frakkar þig frelsa, þótt lítið þeir skildu þá forhertu heimsbyggð - það erum við Setjum morðin á pásu, stríðið á bið setjumst niður og semjum frið Ég er ekki að reyna að stofna til pólitískra deilna á síðunni, vil aðeins votta mæðrum slátraranna samúð mína.

Rökkurvísa (9 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Í herbergi mínu ríkir rökkur reykelsi rýkur dökkur mökkur Brostna drauma krota á blað bölvuð sóun á blaði það Hrópa á Guð en hann heyrir ei heyri hann er svarið nei Aldrei fögur mun verða því verður ei snúið Vei einmanna skáldi og blekið nú búið

Stóri Bangsi (9 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
- Hefurðu einhverntíman elskað einhvern án þess að skilja hvers vegna? - Afhverju spyrðu? Hann horfði á mig eins og ég ætlaði að fara að tala um hann sjálfan. Natan var víst alltaf dálítið upptekinn af sjálfum sér. - Æi, bara. - Já, já. Ætli það ekki. - Hvern? - Litlu systur mína, gelgjuna. Hún getur verið óþolandi en ég elska hana alltaf. Í kjölfarið fylgdi niðurbældur hlátur. Hann talaði aldrei um hana öðruvísi en að gera grín að henni. Hann gat sjálfur verið gelgja, gat ekki tekið mig...

Fávísa Fljóðið og Frostprinsinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Fossa frávita fljóðið felldi Fyrir fullkominn, fegursta, frosna prins Dýrkun á dásemd dugði eigi Dimm var gröf vanmáttarins Ef þýða mætti kulið hans hjarta Hefði hin unga aðeins mátt Er bætt gæti veröld syndandi svarta Sverð hennar beit ei, þótt sveiflaði hátt Því mátturinn mikli var þokkans og fríðleiks Mikilfenglegust fegurð, er hæfði gyðju Brátt fljóði birt staðreyndin bitur spegils Brjóstholi nöktu blæddi úr miðju Frosni prinsinn var fegurðar þræll Fann loksins gyðju er var honum verð En...

Hungur Afródítu (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Svona nokkuð semur maður aðeins við sérstakar aðstæður… – Eins og Afródíta, eilífa Gyðja Ekki fyrsta ekki annað … já … þriðja Hugfangin af ljósri lend læðist eftir lakinu af Guðum send Sem rándýr í leit að æti leggstu ljúfur Þrái læti Finn það heitara en heljarinnar bál Heitt þó hart sem hamrað stál Sem þorrans byljir þenji gyllta lokka þeim kastar til kisan þó með kræfum þokka Fágætan unað Gyðjan færir frávita drenginn fýsnin ærir Viltu það vinur mínar villtu hvatir svangar Vertu viss um að...

Sameiginleg örlög (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Stækkandi stígur reykur Æðarnar flytja sterkan Sérðu að lífið er leikur Sértu vís um þann lærdóminn merkan Hver leyfir sér dauður að lifa Kveinandi lokaður niðri Þunglyndi, mæðan er rifa Á staðinn í jörðu miðri Þú ferð þangað vinur, vittu til vísvitandi farmiðann borgar Komdu úr egói, sjálfselsku hyl þunglyndis eymdinni sorga

Sálumessa þróttleysis (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hugurinn týndist í fávísum stöðlum Vitinu slátrað af andlausum böðlum Böðlum, í speglinum mínum þeir bjuggu Þeim böðlum er vitfyrrtir dauða mig hjuggu Fár sá þó eftir mér, yfir miklu þá móðu Sendi fingurinn á móti, veri þeim að góðu Bros á vör í dauðann, brátt mun ég upp vakna Mun sýna þeim hver var, er þeir gleymdu að sakna

Kvæði til Einskis (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Að ala það sem aldrei verður elskað Að búa í sér það sem enginn mun sjá Að þarfnast þess sem hefur alltaf vantað Þó vonin um líf, orðin freðin og ná Fyrirgefðu mér ástin mín eina Það er ekki illska, heldur barnslegur ótti Blómum úr steini verður að leyna Morð eða veruleikans flótti Í öðrum heimi, á öðrum stað Mun ég hugga þig engill, þér vaka yfir Minning þín, allt sem miður nú ber að Í mínu visnandi hjarta að eilífu lifir <br><br>“Megi heimurinn verða eins og þú vilt sjá hann” Mahatma...

Firra skástrik ást (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í vöku þig geymir hugur minn þjáður saknaðar eldur og óvissan kvelur Sekk dýpra sofandi, þó sálumessu kveð Í heitustu þrá er nokkur hefur séð Fyrir augnatillit fórnfús sáluna sel ástarþrá í firringu, á örvæntingu el Stolinn minn hugur, svo sterk eru öflin Ég mun aldrei hverfa á heimkynna slóð Bjó þó þar áður, svo saklaus, svo góð En nú er ég villtari, svartari, syndug en sekur þó saklaus uns sekt er sönnuð Týnd eru sporin, ég mun ekki leita í fjarska er líf mitt taflborð án reita

Þegar hugur minn frelsaðist! (25 álit)

í Heimspeki fyrir 22 árum
“Ég hugsa, þessvegna er ég til” -René Descartes (1596-1650) Halló. Ég er svona stúlka sem tekur engu sem sjálfsögðum hlut. Ég veit ekki hvernig ég get útlistað það betur fyrir þér. Kannski ekki þörf á því heldur. Saga mín er svona: Ég stóð fyrir utan ískápinn, mánudagsmorgunn í september. Mér var illt í maganum og ég þurfti að fara í skólann. Ég hoppaði ekki hæð mína af kæti yfir því. Vægast sagt var ég pirruð yfir þeirri óumflýjanlegu staðreynd. Jæja. Ég fikraði mig nær ískápnum, klukkan...

Berta Ljóta (10 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Hann er reiður. Enda þreyttur og leiður á þessari jarðarvist. Enginn tilgangur í neinu lengur. Stúlkan hans farin, komin með annan, og hann hefur sparkað flestum vinum sínum. Hann sér sér ekki lengur fært að umgangast þá sem hugsa ekki um neitt sem skiptir máli. Hann veit að hann er yfir þá hafinn, hann á betra skilið en að hanga með svona fólki. Tunglið veður í skýjunum, hann röltir eftir bæjargötunni og hann er einn. Hann hefur ákveðið að í dag skuli hann gera róttækar breytingar á sínu...

Undergrund 2002... (6 álit)

í Metall fyrir 22 árum
Ég skrapp á Undergrund 2002 í gærkvöldi. Mikið var um fína tónlist en ég hefði viljað sjá meira af fólki þarna… Hvað er málið með fólk, hætt að nenna að sækja alvöru menningarviðburði?

Endir (5 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Hann er farinn. Hann kemur aldrei aftur, ég hitti hann aldrei aftur. Það er um seinan að segja honum allt sem ég var að hugsa, allt sem ég ætlaði að segja við hann áður en það yrði um seinan. En ég var of sein. Hann er steindauður. Ég vakna, klukkan er fjögur eins og venjulega. Fjögur um miðja nótt, og ég legg upp í ferð hinnar fátæku nútímastúlku, færi samfélaginu sárþreyttan líkama minn að fórn. Fer í fatahrúguna sem er á gólfinu, gríp töskurnar mínar tvær og sæki blöðin sem liggja úti á...

Þitt brostna hjarta (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Ég eygði aðeins aukreitis angist Þó fyllta af firringu og brennandi þrá Ég flúði í ofboði, óttaðist daginn Er staðreyndir lífsins þú rækir þig á Þú hrópaðir nafn mitt Þú stökkst fyrir björgin Vísvitandi skandal, mínu tilliti ná Ég hvíslaði nafn þitt, minn elskandi vinur Sjá útbrunnin ástarorð liggja hér ná Þér drottins er velkomið, öll þau að geyma Velta þér upp úr þeim, gráta þau grimmt Lifðu í minningu horfinna heima Á deginum okkar nú orðið er dimmt En er lokið þínum andlega kvalarþorsta...

Muse (16 álit)

í Rokk fyrir 22 árum
Ég vildi bara benda velunnurum góðrar tónlistar á að tékka á laginu Bliss með Muse… ótrúlega fallegt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok