Já fyrsta umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu er búin og tímabilið byrjað. Ég býst við skemmtilegu boltasumri og vonandi vinnur mitt lið (KR). Í þessari umferð áttust við FH-íA, ÍBV-KA, Grindavík-Valur, Fylkir-Fram og Þróttur-KR. FH-ÍA 1-1 FH-ingar hafa verið að spila vægast sagt illa á undirbúningstímabilinu og margir hafa spáð þeim í neðri hluta deildarinnar og jafnvel falli, ÍA hefur hinsvegar verið spáð ofarlega og bjartsýnir menn á skaganum telja að liðið eigi möguleiga á titli. Fyrir...