Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

warpchylde
warpchylde Notandi frá fornöld 57 ára karlmaður
58 stig
www.warpchylde.iwarp.com

Re: Húsavík Open Warhammer GT!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hvert þó í heitasta…! Þetta eru ekki góð tíðindi. Ef við verðum bara 2-3 Húsvíkingarnir á mótinu er til lítils að halda það, eða hvað? Reynið þið vindblásnu kallar með hor í nös að komast að þessu sem fyrst. Persónulega finnst mér að það ætti EKKI að leyfa ykkur að fá frí um verslunarmannahelgina :-) Goddamn… Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Warhammer.is

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hehe! Það var nú það fyndna við þetta. Ég sá eiginlega ekkert af humarhátíðinni sjálfri, ég var allann tímann uppi í Nesjum á Fjórðungsmóti hestamanna. Ekki hestamaður sjálfur, skilurðu, en við sáum um öryggisgæslu og miðasölu. En mér skilst að það hafi verið ansi líflegt á Höfn. Sé svo sem ekkert eftir því að hafa vaktað þar :-) Hefðum eflaust lent í óskaplegum slagmálum og látum ef við hefðum verið þar. En það var samt gaman að kíkja aftur í fæðingarbæinn, hversu stutt sem það annars var....

Re: Heroclix?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er viss um að þetta sé sniðugt spil. Þekki það ekkert, bara búinn að sjá nokkra kalla. Lítur ágætlega út. En málið er að það er ansi langt síðan ég datt út út þessu Hulk-Batman-Superman dæmi, og ég finn bara engann neista til að snúa því við. Því miður. En það er um að gera að kýla á þetta, þeir sem hafa áhuga :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Húsavík Open Warhammer GT!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Áskorun tekið, Friðrik! Nú er bara að sjá hver er… ehh… töffaðri er ekki orðið… T3 er vont, en það venst :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Warhammer spilamót á Húsavík

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já, Friðrik, það mun verða :-) Ég býst við að flestar reglur verði eins og þær fyrir sunnan, þ.e. málning og Sportmanship mun gilda, eins og í Reykjavík. Ég ætla að negla þetta niður á morgun (miðvikudag) og setja inn tilkynningu með öllum reglum þá. Hef ekki ennþá náð í þann sem ræður yfir salnum, en það gerist vonandi á morgun. Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Warhammer spilamót á Húsavík

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég veit það eiginlega ekki ennþá. En ég held þetta felist mest í að ráfa um, borða humar, drekka kaldan öl og svo að reyna að sjá til þess að þetta fari allt fram í friði og spekt. Kemur í ljós :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Warhammer spilamót á Húsavík

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Já, félagi. Ég er að fara að vinna sem dyravörður o.fl. á hestamannamótinu sem er hjá ykkur um helgina og líka sem nokkurskonar öryggisvörður á Humarhátíðinni. Það á eftir að verða forvitnilegt :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Warhammer spilamót á Húsavík

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þá stefnum við á helgina 26. og 27. júlí. Ég þarf bara að taka salinn frá og þá erum við komnir á beinu brautina. 2300 stiga herir, 4 bardagar á laugardeginum 26. og 2 bardagar á sunnudeginum 27. Þátttökugjald 1000 krónur. Ég er að fara austur á Hornafjörð á morgun að vinna fram á sunnudag, svo ég heyri bara betur í ykkur eftir helgi. Þá skal ég líka vera búinn að negla niður reglurnar. Magic 7 ætlaði ég að hafa þannig að þú þarft að nota það áður en þú kastar, og eins og Brjánn sagði,...

Re: [WFB] Bastich kynnir: Vampire Counts

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Árni, Árni… hvar endar þetta? Greinarnar þínar eru alltaf að verða betri og betri, því fleiri sem þú gerir. MJÖG skemmtileg lesning (segir einn, sem yfirleitt nennir ekki að lesa mikið af svona greinum) fyndin, og síðast en ekki síst, mjög fróðleg. Ég er að spá í að prenta út greinarnar sem komnar eru (og þær sem eiga eftir að koma) og láta áhugasama byrjendur hafa. Þær eru ekki of fræðilegar, en veita samt helling af upplýsingum. Og allt á ástkæra ylhýra. Hlakkar til að fá upplýsingar frá...

Re: Mót á Kárahnjúkum?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hver er það sem er mögulegur gestur, Árni? Ég er spenntur að heyra hvort það verði gríðarlegt fjölmenni hérna í sveitinni! Spurning um að láta hótelið og gististaðina vita um flóð af skuggalegum mönnum, sem allir eru með grunsamlegar svartar töskur meðferðis… Heyrumst, Siggi G Húsavík<br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Mót á Kárahnjúkum?

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Drengirnir eru að skila sér til byggða. Koma á föstudaginn, nema Maggi (Cronus), hann er kominn. Svarar þér eflaust bráðlega :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: (WHFB) Lille pælingar!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þú veist semsagt ekki hvað Ward save er? Well… Það er einhverskonar töfra-save. Þú veist allt um armour-save, en Ward-save er alltaf eins, þ.e.a.s. það lækkar ekkert þó skotið sé á þig með fallbyssu, eða það er gert á þig árás með Strength 8, eins og armour save gerir. 4+ Ward save þýðir nákvæmlega það, þú kastar tening og ef þú færð 4 eða meira þá bjargar Ward-hluturinn (brynja, hálsmen eða hvað það nú er) kallinum frá því að fá Wound. Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: (WHFB) Lille pælingar!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég held þú sért að misskilja. Regeneration virkar þannig að ef gaur er með Regeneration og fær á sig wound getur hann fengið woundið aftur, með því að fá 4+ eða meira á teningnum. Einhvernveginn þannig að sárið grói aftur. Það eru nokkrar fleiri (og flóknari) reglur fyrir Regeneration, en í grunninn er þetta svona. Nokkurskonar Ward-save má segja… <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: [WFB] Stærsti High-Elf her landsins til sölu!

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Æ, æ, Árni. Þetta hefði ég viljað sjá þegar ég var fyrir sunnan… Ég þarf að athuga hvað mig vantar, og hvernig þetta leit allt saman út, og þá máttu (vonandi) búast við feitri pöntun :-) Oj, oj, vont að geta ekki gramsað hjá þér. Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Birting á úrslitum í mótum

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hið besta mál. Skil þetta betur núna :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: [WHFB] Galdrar í návígi

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Takk fyrir þetta, Brjánn. Orð í tíma töluð. Þetta útskýrir ýmislegt sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Hvenær er Wizard í HtH og hvenær ekki… Þarna neglirðu þetta niður í ekkert of mörgum setningum. Þetta er einmitt það sem svona Alzheimer-menn eins og ég þurfa á að halda! Takk, Siggi G Húsavík

Re: Málningar keppni í nexus 17.júní

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Til hamingju, félagi! Vonandi ert þú upprennandi Warhammerfíkill, og kemur upp ógurlegu clani fyrir austan. Bið að heilsa til Hornafjarðar! (Er nefnilega fæddur á þeim dásamlega stað :-) ) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: á high elfs til skiptana

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sælinú. Ertu kannski búinn að selja þá? Ég á eitthvað af Skaven dóti, spurning hvað þú vilt í staðinn? Ég á sitt lítið af hverju, Rat Ogres, o.fl. Endilega að hafa samband, Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: (WHFB) Rotturnar brjáluðu....

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Skemmtileg skoðanaskipti komin hérna í gang :-) Árni orðinn heitur og heggur á báða bóga. Ætla ekkert að blanda mér í þetta, nema það að ég er mjög sáttur við Mainstay regluna, ótrúlega skynsamleg að mínu mati. Einhverntímann hefur maður nú séð asnalegri reglur frá GW en þessa (HE Intrigue at Court??) Skaven-herinn sem ég ætla að koma með á sunnudaginn verður með 3 unit af Clanrats, 2x30 og 1x20. Sure, þær gera ekkert stóra hluti, en eins og Árni segir, þetta eru rottur. You´ve got to...

Re: Chaos Lord

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Brjánn skrifaði: “Það þýðir nú ekki að nöldra innan við sólahring eftir að þú sendir linkinn. Sumir eiga sér líf (ekki ég að vísu, stun…) :)” **Það er líklega rétt hjá þér, Brjánn, en þú veist líka að ég er bara gamall, bitur maður :-) Nöldur is my middle name! og: “Og gersamlega HATA pop-upin, þau draga úr skoðunargleði um 73,65% :D” **Jamm. Það er fátt sem ég get gert í því, er bara fátækur blesi, tími ekki að kaupa mér pláss hjá einhverjum. Því miður fylgir svona fríum síðum alltaf þetta...

Re: Chaos Lord

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þakka þér fyrir svarið. Andlitið á skildinum er gert úr Green Stuff, já. Ég var að fletta í Chaos bókinni að leita að hugmyndum og sá andlit á hnénu á Korpus Festerheart (Nurgle Championinum í bókinni) og langaði að gera eitthvað í þeim stíl. Auðvitað tókst það ekki 100% en ágætlega samt. Ég verð nú að segja að ég er hálf spældur yfir hversu fáir hafa sagt eitthvað um hann, gott eða slæmt. Miðað við að tæplega 40 manns hafa lesið póstinn, og bara tvö svör… Gerið mér þann greiða að segja...

Re: Undercoat og límingar.

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Alveg sammála Brjáni í þessu. Ef þú nærð ekki með penslinum, þá tekur enginn eftir því hvort eð er. Þó ég lími að vísu skildina á eftir á. Annað mál með stór módel eða charactera, sem eiga eftir að verða skoðaðir betur. Það fer auðvitað eftir stærð og fleiru hvernig það er málað, en yfirleitt geymi ég þá parta sem verða fyrir. En, nota bene, aðeins á “merkilegri” módelum. Annars lími ég saman, hreinsa samskeyti o.fl. grunna og mála síðan. Og alls ekki gleyma að lakka yfir, það er fátt eins...

Re: Kemst ekki á mótið

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ehh, ég legg inn það sem ég skulda þér, strax í dag! :-) Nei, viðurkenndu það bara, þú varst hræddur um að lyktin af blautum lopapeysum og léttbrúnum vöðlum myndi trufla einbeitinguna og öll taktísk hugsun myndi gufa upp! Við, sem vanari erum þvílíkum kringumstæðum verðum heitir sem aldrei fyrr! Nei, svona í alvöru, þá þykir mér leitt að heyra um forföll þín, en mér er farið að hlakka mikið til. Hittumst ferskir. Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: Insability test

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Awa, awa! Þú ert að tala um 40K reglur. Það getur vel verið að þær séu eitthvað öðruvísi, en í Fantasy þurfa allir Daemons að taka Instability. 40K er með reglurnar út og suður og alltaf verið að hræra í þeim, að mér sýnist :-) Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com

Re: impacts??? Breath attaks???

í Borðaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Og P.S. Long range er t.d. á Crossbow sem er með range 30“, þá er short range 0-15” en long range 16-30". Sem sagt meira en helmingurinn af maximum range. Heyrumst, Siggi G Húsavík <br><br> www.warpchylde.iwarp.com
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok