Ég var með ljóst og setti dökkt skol í hárið fyrir stuttu. Eða já, fór á stofu. Liturinn heppnaðist ekki í fyrstu tilraun, varð grár og einhvernveginn skollitaður sem var alls ekki það sem ég hafði beðið um, svo það var litað aftur og kom vel út. Voðalega flott fyrst, dökkbrúnt með rauðum blæ (samt ekki eins og ég væri rauðhærð, bara kom svona glampi í réttu ljósi). En núna eftir nokkra þvotta finnst mér liturinn sem var settur í fyrst vera að koma aftur, liturinn voða daufur og svona grár...