Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Brasílísku Jiu jitsu (BJJ) var haldið í húsnæði Glímufélagsins Ármanns í dag. Vöxtur íþróttarinnar hefur verið hraður síðustu ár og er BJJ orðin ein af vinsælustu bardagaíþróttum landsins. 42 þáttakendur tóku þátt frá fjórum félögum sem stunda BJJ. Keppt var í þyngdarflokkum karla, opnum flokki karla og kvenna sem og liðakeppni félaga. Dómarar voru Daníel Davíðsson og James Davis. Aðrir starsmenn voru Jón Viðar, Haraldur Nelson Pétur Marel, Bylgja Imma og Elín....