Ég fann fjögur egg áðan, rétt hjá þar sem ég á heima. Þau voru brún með svörtum slettum og um 5cm löng. Þau voru frekar köld og engin mamma var hjá þeim þegar ég fann þau. Ég beið í rúman hálftíma eftir að mamman myndi koma en hún kom aldrei. Mig grunaði að þetta væru máfa-egg þar sem máfar eru þarna út um allt, en ég hef enga hugmynd hvaða tegund þetta er. Veit það einhver? Og líka það að kærasti vinkonu minnar á heima rétt hjá mér, og það var máfur fastur í stigaganginum hans í morgun....