Öryggisglufur í nýjum vafra Opera Software gætu valdið því að óviðkomandi kæmust í persónuupplýsingar notenda vafrans, að sögn ísraelska vefhugbúnaðarfyrirtækisins GreyMagic Software. Fyrirtækið er þekkt fyrir uppljóstranir sínar um glufur í Internet Explorer vafra Microsoft. Fimm öryggisglufur mun vera að finna í Opera 7 fyrir Windows en í Noregi mun vera unnið að því að fylla í þær. Ný útgáfa vafrans verður til í kvöld [04.02.2003] eða á morgun segir Live Leer, talsmaður Opera Software....