Fyrst var Chaos, frá honum kom Gaia. Án karlmanns gat Gaia Ouranus, sem gat með móður sinni Cronus og Rheiu og marga fleiri guði. Cronus (Saturnus) var elstur barna Gaia , tók hann Rheiu (Cybele), systur sína, sem konu og gat með henni Seif (Jupiter), Heru (Juno), Hestia (Vesta), Demeter (Ceres), Hades (Pluto) og Poseidon (Neptune), en spáð hafði verið fyrir Cronusi að barn hans myndi velta honum af stalli, eins og hann hafði gert við föður sinn , svo hann gleypti í sig börnin í heilu lagi....