Saga: Í febrúar árið 2007 var ég á ferð ásamt 3 góðum vinum mínum, vorum við á grænum ofurkagga af gerðinni Volvo 460Gle og vorum við á leið okkar á Akureyri. Höfðum við stoppað í ónafngreindri sjoppu á leiðinni og fengum við okkur flestir að borða þarna. Eftir um korters dvöl í ónafngreindu sjoppunni skreppur einn okkar á klósettið og var það ekki frásögu færandi fyrr en eftir hálftíma þegar að sami aðili gengur útaf sama klósetti, kemur beint upp að okkur og segir „við þurfum að fara,...