Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

U2 - einfaldlega bezta tónleikasveit heims - Twickenham (72 álit)

í Rokk fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Þegar ég var úngur drengur í eðlisfræðideild í Menntaskólanum á Laugarvatni lærði ég fræðin á bak við byggingu kjarnorkusprengju. Þetta var í síðasta eðlisfræðitímunum fyrir 20 árum. Ekki var farið í fræðin um hvernig aftengja ætti atómbombuna. Ég ákvað því að auka við þekkingu mína á kjarnorkusprengjum og klára dæmið með því að skrá mig á helgarnámskeið í aftengingarfræðum. Námskeiðið var haldið í Twickenham í London á rúgbýleikvangi í suðvestur hluta heimsborgarinnar þann 18. júní 2005....

Newcastle - Arsenal (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum
Jólatörnin heldur áfram og verður haldið norður í land í 20. umferð. Leikur tvö í hrotunni verður í norðrinu við Newcastle á miðvikudaginn 29. desember á St James' Park kl. 20 og tekur völlurinn 52.193 áhorfendur. Það hefur gengið ágætlega á móti Skjórunum, þrír sigrar, 4 jafntefli og eitt tap, (3-4-1) 54% árangur og 9 vs. 7 mörk. 30/11/1996 Newcastle 1 - 2 Arsenal (Dixon 10, Wright 59) 06/12/1997 Newcastle 0 - 1 Arsenal (Wright 36) 28/02/1999 Newcastle 1 - 1 Arsenal (Anelka 36) 14/05/2000...

Arsenal - Chelsea (27 álit)

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 1 mánuði
Eftir fín úrslit í síðustu tveim leikjum er snjóboltinn farinn að rúlla vel hjá Vopnabúrinu í London á ný. Eftir frábær úrslit gegn Birmingham (3-0) og Rosenborg (5-1) í Meistarakeppninni er sjálfstraustið í hæstu hæðum. Í næstu umferð, þeirri 17. glíma tvö efstu lið Úrvalsdeildarinnar og því sannkallaður stórleikur. Leikurinn verður á Highbury sunnudaginn 12. desember og hefst kl. 16.05. Arsenal hefur ágætt tak á Chelsea á Higbury tekið 83% stiga sem hafa verið í boði (6-2-0) í síðustu átta...

Stjórnmál (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Merki Frjálslynda flokksins sem er nú í miklum meðbyr enda með ungt fólk og góð mál.

Stjórnmál (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Formaður Frjálslynda flokksins. Hann á að baki langan feril í verkalýðsbaráttu og veit meira en flestir um kvótakerfið. Mikil aflakló.

Stjórnmál (0 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti þegnanna. Flokkurinn aðhyllist frjálst markaðshagkerfi og hafnar ríkisforsjá, þar sem því verður við komið.

Enski bikarinn (The FA Cup) til landsins (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Dagana 4-6 sept. nk. verður, elsti og virtasti verðlaunagripur í heimi, FA-bikarinn hér á Íslandi. Arsenal hefur nú unnið Bikarkeppni Enska Knattspyrnusambandsins (FA-Cup) tvisvar í röð og alls í 9 skipti. Ekkert lið hefur unnið þennan bikar þrisvar í röð frá 1886. Enski bikarinn er elsta og frægasta knattspyrnukeppni í veröldinni. Keppnin hófst árið 1871 með þáttöku 15 liða en um 600 lið hefja keppni á þessari leiktíð. 4. september er jafnframt formlegur útgáfudagur hinnar langþráðu...

Tvær handfærarúllur á mann (5 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Við í Frjálslynda flokknum viljum gefa handfæraveiðar frjálsar fyrir alla íslenska ríkisborgara. Uppfylli fólk þau skilyrði að hafa tekið svokallað pungapróf sem veitir réttindi til að stjórna bátum að 30 tonna stærð, hafi farið á öryggisnámskeið sjómanna, og hafa til umráða bát með gildu haffærnisskírteini; - þá sé því frjálst að róa til færaveiða þar sem leyft verði að nota tvær handfærarúllur á mann. Lykilorðin í þessu eru ákveðinn fjöldi sóknardaga, veiðarfæra- og svæðastýring. Því er...

Léttvín og bjór í matvöruverslanir (50 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Eitt af stefnumálum Frjálslynda flokksins er að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum og lækka áfengisaldurinn niður í 18 ár. Það er algjör tímaskekkja í frjálslyndu þjóðfélagi á 21. öld að ríkið skuli hafa einkaréttinn á sölunni og fólk geti ekki keypt léttvín í búðum með steikinni og ostunum eins og fólk í nágrannalöndunum. Kannanir hafa sýnt að 67% landsmanna vilja leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Undanfarin ár hefur orðið bylting í drykkjusiðum Íslendinga og...

Þekkingariðnaður (2 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þekkingariðnaður Ef við Íslendingar hugsum lengra en fram að næstu kosningum um hver verði undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar má búast við miklum breytingum frá stefnu núverandi Ráðstjórnar. Fyrir rúmu ári velti Morgunblaðið fyrir sér hver yrði undirstöðuatvinnugrein okkar eftir 30 ár. 40% landsmanna töldu sjávarútveg verða undirstöðuatvinnugrein okkar árið 2030, 23% þekkingariðnað, 16% ferðaþjónustu, 8% iðnað og 6% nefndu verslun og þjónustu. Öll umgjörð um þekkingariðnað hér á landi er í...

Landbúnaðarstefna Frjálslynda flokksins (6 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Landbúnaður hefur verið, og er enn, grundvöllur byggðar í sveitum landsins. Breyta þarf forsendum landbúnaðar svo aðstæður batni og nýir möguleikar skapist í greininni. Aflétta þarf af landbúnaði hinu yfirgripsmikla miðstýringar-, hafta-, og kvótakerfi, sem greinin hefur búið við. Einstaklingsfrelsið til athafna þarf að fá að njóta sín í þessari atvinnugrein sem öðrum. Gefa þarf íslenskum landbúnaði tækifæri á að sanna sig í samkeppni við erlenda framleiðslu. Stuðla þarf að aukinni...

Þrælastríðið og Olíustríðið (9 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þegar ég heyrði fréttir rétt fyrir helgi að hermenn Bandaríkjanna og Breta ætluðu að taka pásu og bíða eftir meiri herstyrk til að ráðast á Bagdad rifjaðist upp fyrir mér að hafa lesið um byrjunina á Borgarastríðinu í Bandaríkjunum (Þrælastríðinu) í bókinni Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith. Sú byrjun minnti mig á væntingar manna fyrir stríðið við Írak, stutt og einfalt stríð. Svo fór þó ekki, stríðið stóð í tæp 4 ár og 620 þúsund manns létu lífið. Norðurríkin voru fjölmennari og sterkari,...

Þrælastríðið og Olíustríðið (15 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þegar ég heyrði fréttir rétt fyrir helgi að hermenn Bandaríkjanna og Breta ætluðu að taka pásu og bíða eftir meiri herstyrk til að ráðast á Bagdad rifjaðist upp fyrir mér að hafa lesið um byrjunina á Borgarastríðinu í Bandaríkjunum (Þrælastríðinu) í bókinni Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith. Sú byrjun minnti mig á væntingar manna fyrir stríðið við Írak, stutt og einfalt stríð. Svo fór þó ekki, stríðið stóð í tæp 4 ár og 620 þúsund manns létu lífið. Norðurríkin voru fjölmennari og sterkari,...

Íshafsleiðin milli Evrópu og Asíu (16 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Íshafsleiðin milli Evrópu og Asíu “Norður-Íshaf er hið eiginlega Miðjarðarhaf”! Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur. Íshafsleiðin, “Norðausturleiðin”, (The Northern Sea Route) liggur milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar! Umskipunarhöfn Íshafsleiðin, eða siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu norðan Rússlands var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander...

Hafsbotnsrannsóknir (14 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hvort höfum við Íslendingar meiri tekjur af tunglinu eða sjónum í kringum okkur? Allir Íslendingar vita svarið við þessari spurningu. Hins vegar vitum við meira um yfirborð tunglsins en hafsbotninn við landið. Flestir þekkja Regnhafið og Skýjahafið á tunglinu og hægt er að fara á vef Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fá upplýsingar um allt yfirboð tunglsins. Hafið er okkur að mestu ókunnugt, fyrir utan skipstjórana sem vita hvar einstaka hólar og rennur eru en það eru þeirra...

Wenger í búningsklefa í hálfleik (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég má nú til með að vitna í Seaman út af atvikinu með Fergie og Beckham í búningsklefa á Old Trafford um helgina eftir bilarleik Man Utd og Arsenal (0-2). Þessi pæling er einnig í nýja fréttablaði Arsenal-klúbbsins og á vel við í dag. Í bókinni Safe Hands eftir David Seaman er skemmtileg lýsing á ástandinu í búningsklefanum í hálfleik. Grípum niður í lýsingu hjá Seaman. “Ég hef heyrt að Sir Alex taki ekki eins oft æðiskast í hálfleik eins og hann gerði. Hann hefur mýkst í skapi með aldrinum...

Hvalaskoðun (5 álit)

í Ferðalög fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hvalaskoðun - Upphaf hvalaskoðunarferða á Íslandi - Til að átta okkur á upphafi hvalaskoðunarferða er gott að hafa í huga að árið 1985 voru hvalveiðar í atvinnuskyni bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu en vísindaveiðar á langreyð og sandreyð leyfðar á sumrunum 1986 til 1989. Hrefnuveiðar sem stundaðar höfðu verið með hléum frá 1914 lögðust af árið 1984. Hvalveiðibannið átti upphaflega að standa í fjögur ár en stendur enn. Andstæðingar hvalveiða, bentu á að hægt væri að hafa tekjur af því að...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok