Sælir Hugarar Hérna eru nokkrir hlutir sem að ég hef týnt saman í gegnum árin, njótið vel. Mannkynið hefur lengi vel trúað á Vampírur. You know, þeir dauðu sem að eru sagðir rísa upp úr gröfum sínum á nóttunni til að nærast á blóði hinna lifandi. Nafnið vampíra er komið frá búlgarska orðinu vampir. Annað orð yfir vampíru er nosferatú. Vampírur búa yfir gríðarlegum mætti og geta m.a. flogið, gert sig ósýnilegar, breyst í þoku, leðurblökur eða önnur dýr og stjórnað rottum, úlfum og frumefnunum...