Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði tognaði á hné á æfingu í Pitztal í Austurríki í gær með þeim afleiðingum að hann verður frá í 3-4 vikur. Við skoðun á sjúkrahúsi í Austurríki kom í ljós að innra liðband hafði tognað auk þess sem liðþófi hafði skemmst lítilsháttar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands að hann stefni engu að síður, ótrauður á fyrsta heimsbikarmót vetrarins í svigi sem fram fer í Aspen í Bandaríkjunum 25. nóvember næstkomandi jæja Enn eru menn...