Sir Winston Leonard Spencer Churchill fæddist þann 30 Nóvember 1874 í Blenheim höll í Oxfordshire, Bretlandi. Hann var af gömlum aðalsættum og margir forfeður hans voru hermenn, stjórnmálamenn og rithöfundar. Einn af forfeðrum hans var hinn frægi John Churchill, hertogi af Marlborough (1650-1722), einn af fræknustu hershöfðingjum Englands.Winston var vanræktur sem barn og átti erfiða æsku sem hann þoldi bara vegna hinnar ástríku Mrs. Everest sem var barnfóstran hans. Eins og títt var um...