Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Trú. (33 álit)

í Heimspeki fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Síðan ég man eftir mér hef ég haf efasemdir um Guð. Mér hefur aldrei fundist ég passa inn í þá trú. Oft fundist kristintrú algjör þvæla en ég hef oft leitað skjóls til, má segja persónu sem ég kalla guð og hef einhvern veginn troðið þessari persónu inn í kristnatrú í mínum huga. Alltaf hjálpaði þessi persóna mér. Ekki get ég sagt að hún sé maður. Ég sé samt þessa persónu fyrir mer í mannlegri mynd. Mér finnst mjög erfitt að lýsa þessari persónu því hún virkar á mig eins og tilfinning....

Glen Benton (6 álit)

í Myndlist fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ágæt tilraun.

Pælingar síðan alltaf.. (12 álit)

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það kemur mjög oft fyrir, ekki alltaf, að þegar ég fer að sofa er eins og einhver sé í herberginu mínu að horfa á mig. Ég hef vanið mig á það að sofa alltaf á hlið með sængina yfir hinu eyranu sem snýr upp. Ég verð öruggari við það, en samt stundum nægir það ekki og þá er eins og þessi einhver hafi sest í rúmið mitt. Ég finn fyrir honum og einhvernvegin veit ég að þetta er kona. Mamma fór einu sinni til miðils og minntist á þetta við hann og hann sagði að ég þyrfti ekki að vera hrædd. Þetta...

Adrenalín og hálfgerður húmor.. (9 álit)

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Mig dreymdi eitt sinn að ég var að labba á göngugötunni á Akureyri með vinkonu minni. Við hittum 2 stráka hjá bláu könnunni sem ætluðu að ræna peningunum af okkur en við buðum þeim sígarettur í staðinn og þá var allt í einu allt í lagi. Svo fór allt í einu að kvölda og svart fólk að ráðast á hvíta fólkið. Við urðum skíthræddar og hlupum að nætursölunni. Þar voru komin mjög fín borð og bara svertingjar, ALLIR svertingjar, allir sem voru indverskir, asískir, afrískir og voru svartir sátu við...

Halló. Ég heiti Fjóla og ég er Ísfólksfíkill. (6 álit)

í Ísfólkið fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Ég get ekki hætt að lesa Ísfólkið. Ég á eftir að fara grenja þegar ég er búin með þær allar! Svo til að bæta á þetta þarf ég að tala um bækurnar dagsdaglega og bera þær saman við hluti sem gerast í mínu lífi. Galdrameistarann líka. Ég tek vel eftir þessu sjálf og er stanslaust að reyna að passa mig því ég vil ekki sýnast eitthvað skrítin í augum vinkonu minnar. Sem betur fer hefur hún ekki kvartað. :)

Deathmetal (30 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Af hverju fæ ég alltaf á tilfinninguna að það sé einhver hjá mér þegar ég hlusta á deathmetal? o.O

Fólk í dag...? (111 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Eru það öll þessi rafmagnstæki og hlutir sem gefa frá sér einhverja undarlega geisla sem hafa þessi áhrif eða er fólk einfaldlega að missa vitið? „Af hverju höldum við upp á 17. júní?“ Svör: „Veit ekki.“ „Hef ekki hugmynd.“ „Við fengum sjálfstæði þann dag.“ „Hver er Jón Sigurðsson?“ Í hvert skipti sem ég heyri einhvern spyrja að þessu eða spyr sjálf fæ ég þessi svör. Rétta svarið er að við völdum 17. júní, sem btw er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, til að minnast hans því að hann var helsti...

Litla systir (9 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Hún vildi að ég teiknaði mynd af sér. Ég gerði það. Gleymdi reyndar að teikna ýmislegt á hana og lagfæra áður en ég týndi upprunalegu myndinni og strokleðrinu. Teiknuð í ágúst 2008. Hope you like it.. =D
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok