Nú er svo komið að HM í knattspyrnu fer að hefjast og enn er margt óvíst um enska landsliðið t.d. framherjapar þeirra o.fl. David Beckham hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri og þykir ekki ólíklegt að hann muni gegna þeirri stöðu á HM. Beckham sem er hægri útherji hefur spilað með Manchester United allan sinn feril frá barnsaldri til dagsins í dag. Þó drengurinn sé upp alinn í London voru höfuðborgarliðin í litlum metum hjá honum enda sá hann ekkert nema rauðu djöflana. Tólf ára...