Fram mætir Gummersbach Í morgun var dregið í riðla í Meistarakeppni Evrópu fyrir næsta tímabil og dróst Fram í F-riðil með Celje Lasko frá Slóveníu sem kemur úr fyrsta styrkleika, Gummersbach frá Þýskalandi sem er úr öðrum styrkleika og sigurvegaranum úr viðureign Berchem frá Lúxemborg og Sandefjord frá Noregi. Með Gummersbach koma til með að leika 3 íslenskir leikmenn á næstu leiktíð en það eru Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverrir Björnsson en bæði Róbert og Sverrir hafa...