Það er svoldið sérstakt að hugsa um það að þetta sé síðasta árið í grunnskóla. T.d var síðasti almennilegi skóladagurinn hjá okkur í dag og ég var eiginlega ekkert að hugsa um það. Annars eru prófinn í sjálfu sér ekkert að gera mig taugaóstyrkan, ég tek öll prófin og ég er viss um að ég fell á dönskunni en hef samt ekki miklar áhyggjur af því.