Ég varð ástfangin í kjölfar internets, eða textavarps í rauninni en ég set það undir sama hatt. Ég varð ekki ástfangin af þessum samtölum en ástin kom í kjölfarið á öllu ferlinu. Áður en ég sá hann var ég orðin mjög hrifin af hans persónuleika og hann heillaði mig mikið, ég var hrifin af honum en vissi ekkert um hans útlit t.d. Við byrjuðum að tala saman í gegnum síma í kjölfarið og ég varð hrifin af röddinni hans, svo hittumst við og ég var hrifin af útlitinu og þar með small þetta saman....