Hún labbaði burt en hún hafði ekki hugmynd um hvert. Með tárin í augunum og rigninguna sem blönduðust við tárin sem láku niður kinnarnar. Bragðið varð þar af leiðandi ekki alveg jafn salt og það hefði verið ef hann hefði haldist þurr. Með hverju skrefinu sem hún tók var hún að stroka út þá framtíð sem þau hefðu byggt í öll þessi ár, í raun framtíð sem var ekki til í raunvöruleikanum en var þó svo skýr í huganum. Eina skjólið sem hún átti. Utanlandsferðir, barneignir, ferðalög, fleiri börn og...