Frystar forsendur. Aldrei sagði hún mér að hugsa ekki um demantinn sem hann geymir í frystinum. Yfirleitt talaði hún um mikilvægi einstaklingsins Í samskiptum kynjanna, og kynhlutverk framtíðar. Þegar byrjaði að rigna lá ég inní henni, rann af mér járnið sem veraldarsmiðjan hafði hamrað á mig. Hún sagði mér frá eldinum sem bjó innra með sér, hún þráði skilning. Hún sýndi mér sár sem koma þegar hún er að brenna. Á þessari stundu sá ég eldglæringar í endalausu augum hennar og ég sagði “ég sé...