Jæja, nú eru aðeins tveir dagar í Íslandsmótið þetta árið. Eins og vanalega þegar Hella kemur nálægt stórmóti þá er spáð hvössu veðri og rigningu, alveg eftir bókinni. Ég hef allaveganna ekki leikið oft á Hellu í góðu veðri og hef ég leikið þar nokkuð oft bæði í stórum og litlum mótum. En hvað um það. Hver vinnur mótið hlýtur að vera á allra vörum. Hjá mér koma aðeins fjórir upp í hugann og það eru þeir Björgvin Sigurbergsson GK, Örn Ævar Hjartarson GS(reyndar spurning hvernig hann aðlagast...