Í kjölfarið á því að sjá Samúel Jón Samúelsson, með sitt ágæta Big Band, í Skífunni, þeirri ágætu búð, aðra helgina í júní árið 2007, ákvað ég að kaupa mér diskinn hans, “Fnykur” sem tekinn var upp í “the hot tub” (enn eina íslenska hljóðupptökuverið með voðalega fyndnu heiti) í mars/apríl, 2007 og gefin út skömmu eftir það. Það fyrsta sem segja má um heildarsvip plötunar, áður en lesið er úr einstaka lögum, er að lengri tími hefði mátt fara í upptökur og almenna hljóðvinnslu. Platan hljómar...