Í fyrsta skipti sem ég fór til London (ca. 1986-7) var ég ákveðinn í að kaupa mér gítar þar. Ég fór rakleiðis í Denmark Street, átti sand af seðlum og ætlaði ekki að yfirgefa svæðið fyrir en ég var kominn með einhvern últrakúl vintage grip sem myndi vekja úúú og aaa viðbrögð jafnvel frá þeim sem höfðu ekki hundsvit á gíturum. Ég gekk inn í fyrstu búð og sá að þar voru engir vintage gripir. Ég var aleinn í búðinni og tók niður einn gítar og fór að strömma - ætlaði bara aðeins að byrja hita...