Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

trinan
trinan Notandi síðan fyrir 20 árum, 10 mánuðum Kvenmaður
124 stig
Trínan

Sápukúlur á sumardaginn fyrsta (10 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég er svona aðeins að prófa mig áfram með ljósmyndunina… þótti svolítið skemmtilegt að taka myndir af sápukúlum.

"Þefdýrið - Silhouette" (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hundurinn minn. Tekin 1.mars 2007.

U-myx (5 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 1 mánuði
Vitiði hvar er hægt að sækja forritið U-myx sem var verið að tala um í Kastljósinu í kvöld?

kalt (37 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum
mér er kalt….. mig langar í köku…

Hvað finnst þér um Nylon (0 álit)

í Popptónlist fyrir 20 árum

Kannanir (2 álit)

í Hugi fyrir 20 árum
Hvað tekur oftast langan tíma að samþykkja kannanir?

Undir 4ur augu (16 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þó að ég sé ekki alltaf mikið fyrir unglingabækur þá las ég þessa bók. Ég las þá fyrri, Svölustu 7una og líkaði mjög vel við hana. Mér fannst Svalasta 7an reyndar enda svolítið í lausu lofti, maður fékk ekkert að vita hvað hann myndi gera í sambandi við Álfheiði og Tinnu. Þess vegna greip ég bókina á bókasafninu strax og ég sá hana og fór að lesa. Þessi bók er um sömu aðalpersónur og sú fyrri, Jóel og vini hans. Jóel býr núna í Reykjavík og á þar nokkra góða vini, m.a. Daníel og Dóru Maríu....

Hitastig í skólanum (18 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er alltaf svo ótrúlega kalt í skólanum. Það eru sko rennihurðir inní forstofuna og síðan önnur hurð inní skólann. Þar eru borðin sem við getum borðað á, og það er alltaf svo kalt. Svo er líka kalt í stofunum…..:(

Á hvaða hjóðfæri lærir þú? (0 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 1 mánuði

Verkfall, það er öllum að kenna, nema....... (42 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég ætla bara að segja það að ég er búin að fá nóg af verkfallinu. Það er öllum að kenna nema krökkunum og foreldrum þeirra, en það eru þeir sem koma illa út úr þessu! Í morgun fór ég í skólann eins og margir aðrir grunnskólanemendur, tilbúin að allt komist loksins í skorður og við fáum að vera í skóla. Ég gekk upp að dyrunum, á seinustu stundu, en það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Allir gengu frá skólanum og margir voru að fagna eða leita að vinum sínum. Ég gekk inn í skólann og...

Englar og djöflar, unglingar (33 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Bókin Englar og djöflar eftir Dan Brown finnst mér alveg frábær! Ég rétt náði henni á bókasafninu í kópavogi og las hana í spretti. Flottur söguþráður, frábærar hugmyndir og endir sem enginn hefði búist við. Mér finnst hún ekkert á eftir da vinci lyklinum. Sagan gerist í Róm og er aðalsöguhetjan Robert Langdon sem er táknfræðingur. Bókin gerist öll á einum sólarhring, atburðarrásin er hröð og frekar flókin. Páfagarður kemur mikið við sögu og er mjög mikilvægur. Það er erfitt að skilja sumt í...

Lengi að samþykkja/hafna (7 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hæ Ég sendi inn 3 greinar í morgun, á bækur, skóla og svo á jól. Jólagreinin var samþykkt eftir klukkutíma, en það er ekki ennþá búið að hafa samband útaf hinum 2. Ég sendi þær sko um níu, og núna er klukkan hálf fjögur þannig…….

Of snemma? Jólastemning (23 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jólaundirbúningurinn hérna á klakanum byrjar þónokkuð snemma finnst mér. Ég var þokkalega mikið fúl þegar jólaskrautið var að koma upp í kringlunni í kringum 20.október. Núna er ég þokkalega sátt, en það er náttúrulega komið miklu nær jólunum. Ég er byrjuð að kaupa jólagjafir og alles. Ég og vinkona mín vorum í verslunarleiðangri á laugardaginn. við töluðum mikið eins og stelpur ger og þar á meðal um jólaskraut og stemningu. Ég keypti líka jólagjafir. EN ég hefði ekki keypt þær ef ég hefði...

Verð að mæla með (5 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég ætla bara að mæla með einni rosalega góðri búð ef þið viljið gera jólakort, Föndra í kópavogi, veit ekki alveg götuheitið og allt það, en hún er nálægt smáranum

Verkfallið (3 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þetta með verkfallið og miðlunartillögur, afhverju fær almenningur ekki að heyra tölurnar? Við fengum að vita að miðlunartillaga var felld með 93% atkvæða en við fengum aldrei að heyra hvernig miðlunartillagan var. Fólk er að tala um að það sé einkamál hvað það fær í laun, en við fáum allar tölur þegar er verið að tala um þingmannalaun og forseta og ráðherra. Mér finnst þetta frekar asnalegt.

Sims hlutir (2 álit)

í The Sims fyrir 20 árum, 1 mánuði
Með þessa sims hluti sem eru hérna í tenglum, eru þeir fyrir sims2? Hvernig downloadar maður þeim?

Jólakort (1 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég ætlaði bara að gefa ykkur góða hugmynd af jólakortum. Ef þið hafið kannski ekki rosalega mikinn tíma en viljið samt gera hálf heimagerð kort þá er sniðugt að finna einhverjar ólitaðar myndir, prenta á kort t.d. í publisher og lita þær og setja kannski glimmer á. Mér finnst það bara svoltið flott. Svo er líka mjög flott að gera dagatöl sjálfur fyrir jólin og skreyta kannski í einhverjum flottum litum og gera flott. Skemmtið ykkkur svo vel við að búa til hálf heimagerð kort og dagatöl.

Hann var pirrandi! (4 álit)

í Rómantík fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ok, í fyrra var ég í bekk með strák sem pirraði mig geðveikt mikið þá. Hann kallaði mig einu nafni og mér fanns það geggjað pirrandi. svo eftir sumarfríið þegar ég sá hann aftur var e´g alveg geggjað skotin í honum, ég skil jþað ekki því að mér finnst hann ekkert skemmtilegur. Hann er líka í “vinsæla” hópnum og ég á ekki séns í hann……

Grunnskólar, kennarar og laun (19 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 1 mánuði
Vá ég er svo ótrúlega ánægð að verkfallið sé kannski að klárast og vona að það verði ekki aftur eftir viku. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að kennararnir samþykki. Nú verða allir grunnskólanemendur að vinna upp 6 vikur af vinnu og það getur haft mikil áhrif á skólan næstu árin jafnvel. Í skólanum mínum eru ferðir í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði. Ég er til dæmis í flugferð í stærðfræði sem er þannig að við vinnum 2 bækur á einu ári og verðum þess vegna komin byrjuð á...

Væri ekki sniðugt? (1 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Væri ekki sniðugt að koma með svona glósukork, fyrir þá sem vilja deila glósum með öðrum?????

Jólatré (11 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Jólatré eru orðin fastur liður í jólunum á Íslandi. Án þeirra væru jólin ekki eins. Jólatré eru mjög mismunandi að stærð og gerð. Persónulega finnst mér að jólatré eigi að vera ekta, stórt og þétt, með mikilli lykt. Það er bara einn galli við ekta tréin, þau fella svo barrið. Það þarf að sópa svona tvisvar á dag undan þeim svo að það líti ágætlega út í kringum þau. Það er líka annað sem ég er að pæla í sambandi við jólatré. Af hverju eru þau svona dýr? Það er kannski einhver ástæða fyrir því...

Furðuleg fjölskylda (2 álit)

í The Sims fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég bjó til fjölskyldu í sims2 sem er frekar furðuleg. ég gerði geðvikt ljótan kall og ógeðslega konu og gerði svona barn eftir genunum þeirra, sem var svona eldri manneskja. svo ákvað ég að hafa barnið bara mömmu konunar og bjó til nýtt unglingsbarn. Þau voru öll mjög ljót og furðulega máluð. Svo flutti fjölskyldan í hús, sem var vægast sagt mjög furðulegt. Það var appelsínugult með svona hallaþaki! svo fór mamma konunar að reyna við manninn, konan varð móðguð og gerði svona break up við...

Vitiði um góða bók (8 álit)

í Bækur fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Vitiði um einhverja góða bók fyrir 14 ára? Mig langar svo að lesa einhverja rosalega góða en ég veit ekki hvaða. Trínan

Hvað finnst ykkur um verkfallið? (3 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Mig langar rosalega að vita hvað ykkur finnst um verkfall kennara. Persónulega finnst mér að kennarar og annað fólk hafi rétt á að fara í verkfall ef þeim finnst sín kjör ekki vera nógu góð, en mér finnst þetta verkfall sem stendur núna að fara út í öfgar. Kennarar hafa vissulega rétt fyrir sér að fyrir langt nám, erfiða vinnu og langan vinnutíma eigi að vera meiri laun, en mér finnst líka að kennarar verði að koma til móts við samningamenn og lækka sínar kröfur örlítið. Mér finnst...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok