vá ég er ekkert smá pirruð,, er í vinnunni og áðan kemur kona alveg geðveikt pirruð og heimtar hveitigrassafa,, jújú,, allt svosem í góðu með það,, ég vinn nú við að gera svona, en dónaskapurinn í henni, heimtar að fá að velja sér gras og bakka, rífur kjaft og ég veit ekki hvað, og labbar svo burt í fússi. Maður þarf náttúrulega að vera voðalega kurteis og góður alveg sama hversu mikið skítkast maður fær frá viðskiptavinunum, óþolandi að mega ekki segja neitt til baka. Samt elska ég vinnuna...