Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tommiyoung
tommiyoung Notandi frá fornöld 38 stig

Ozzy og Green Day á Roskilde 2005 (2 álit)

í Rokk fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hljómsveitin Black Sabbath hefur staðfest komu sína á Roskilde og verða þetta einu tónleikar hljómsveitarinnar í Skandinavíu í sumar. Gamli rokkhundurinn Ozzy Osbourne ætlar að taka sig til og syngja með upprunalegum meðlimunum. Auk þeirra mun hljómsveitin Green Day koma fram, The Dears og The Go! Team. Nánar á www.roskilde-festival.is

Audioslave á Roskilde 2005 (1 álit)

í Rokk fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Sjá www.roskilde-festival.is

Viltu vinna miða á Roskilde Festival 2005? (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Nú verður haldin samkeppni um bestu/skemmtilegustu Hróarskeldusöguna. Í desember verður svo valin sú saga sem sigrar keppnina. Sá sem á sigursöguna fær engin smá verðlaun. Í verðlaun eru aðgöngumiðar fyrir tvo á Roskilde Festival 2005. Sagan verður birt á íslensku síðu Hróarskeldu, þannig að það þarf vart að taka fram að biðja fólk um að skrifa á þann máta að aðrir mega lesa. Sagan má að sjálfsögðu vera um hvað sem er svo lengi sem hún gerist á eða í kringum Roskilde Festival. Engin lágmarks...

Hljómsveitin Rými (0 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nýja platan frá Rými. Unity, for the first time.

www.roskilde-festival.is - Korn á Roskilde! (0 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Hljómsvetin Korn hefur tilkynnt komu sína á Roskilde 2004! Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á Roskilde í sögu sveitarinnar. Þessi hljómsveit hefur í gegnum tíðina verið ofarlega á óskalistanum hjá fólki sem kýs sveitir á Roskilde. Íslenska heimasíða hátíðarinnar hefur fengið nýtt veffang. WWW.ROSKILDE-FESTIVAL.IS lestu nánar um hvað er að gerast í kringum hátíðina á www.roskilde-festival.is

David Bowie verður á Roskilde 2004! (3 álit)

í Rokk fyrir 21 árum
Meistari David Bowie verður á Hróarskeldu 2004 sem haldin verður 1.-4. júlí. Miðasalan hefst mánudaginn 1. desember hjá Stúdentaferðum á www.exit.is www.roskilde.ipfox.com

Iron Maiden á Roskilde 2003 (9 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Búið er að tilkynna tvær hljómsveitir fyrir Roskilde Festival 2003. Það eru metalrokkararnir í IRON MAIDEN sem munu koma til með að spila á næsta ári í hópi þeirra 170 hljómsveita sem koma fram. Einnig verður hljómsveitin Junkie XL. Miðasalan hefst á mánudaginn 2. des. Athugið málið á offical heimasíðu hátíðarinnar www.roskilde-festival.dk Tómas Young Offical Roskilde Festival Representetive

Roskilde Festival 2003 (10 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hæ allir, Tómas Young heiti ég og er opinber tengiliður Hróarskelduhátiðarinnar á Íslandi (Official Roskilde Festival representetive). Það er alltaf mikil umræða um Roskilde hér, hvaða bönd verða, orðrómar og svo framvegis. Venjan er hjá stjórnendum hátíðarinnar að upplýsa einhver bönd í janúar. Nú á þetta að fara að breytast. Stefna stjórnar hátíðarinnar er að segja enginn nöfn fyrr en búið er að skrifa undir samning um að band eigi að spila, til þess að gera engan vonsvikinn. Þannig að mín...

Öll böndin sem verða á Roskilde! (1 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Búið er að tilkynna allar hljómsveitir sem spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Meðal þeirra eru Travis, Starsailor, Mínus, Múm, Beta Band, White Stripes, Slayer, Chemical Brothers og 150 hljómsveitir til viðbótar. Allur listinn á www.roskilde.ipfox.com ! ! ! !

Rammstein á Roskilde í sumar! (1 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Rammstein ætla að opna roskilde festival hátíðina í sumar! Nánari upplýsingar á www.roskilde.ipfox.com eða www.roskilde-festival.dk. Spurning mín er sú hvort margir ætli sér að fara á roskilde í sumar? “Keep on rocking in the free world”

Eru ekki allir í stuði?? (10 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég var að velta því fyrir mér hvort margir væru búnnir eða eru að lesa bók Dr. Gunna, ,,Eru ekki allir í stuði?" og hvernig ykkur finndist hún. Ég er byrjaður að lesa hana og er rétt hálfnaður og get varla hætt að lesa og mæli með að fólk sem ekki á bókina næli sér í eintak og kynnir sér upphaf rokksins á Íslandi.

Íslensk Hróarskelduheimasíða (0 álit)

í Músík almennt fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Íslensk Roskilde-Festival síða er komin á netið. Síðan er ætluð öllum Hróarskeldu-unnendum en þó sérstaklega fólki sem hefur farið eða ætlar að fara á komandi ári. Allra nýjustu fréttir munu birtast á síðunni, og þegar hljómsveitir tilkynna komu sína á hátíðina mun það birtast um leið á þessa síðu. Ljósmyndir og allar upplýsingar um miðasala og margt margt fleira. Þessi síða hefur verið samþykkt af Roskilde-Festival hátíðinni sjálfri. kíktu við á…. roskilde.ipfox.com
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok