Erla lá í hvítu rúminu á sjúkrahúsinu. Hárlaus kollurinn hvíldi á mjúkum koddanum. Hún hafði haft sítt, dökkt hár áður en hún fékk krabbameinið og fór í allar aðgerðirnar. Hjá rúminu sat fjölskylda Erlu, mamma, pabbi og systur hennar tvær. Öll voru þau með tárin í augunum, nema Erla. Yfir andliti hennar var undarlegur friður. Þau vissu öll hvert stefndi, en þau sögðu ekki orð. Það var ekkert eftir ósagt. Erla opnaði munninn og sagði hás: “Ég elska ykkur öll og ég mun alltaf vera með ykkur.”...