(Mitt innlegg í fegurðarumræðuna) Þjóðverjinn Friedrich Nietzsche er nú frægur fyrir margt, en þó einna frægastur (held ég) fyrir tvennt: Annars vegar greiningu sína á siðferðinu, og hins vegar kenninguna um ofurmennið. Siðferðið, eða öllu heldur rætur þess, greindi hann í tvennt. Fyrri tegundin er daglega kölluð „herrasiðferði“. Þetta er siðferði „herranna“ eða „höfðingjanna“, eins og nafnið bendir til. Þeir eru stórir og sterkir, hraustir, harðgerir, og jafnvel dálítið ofbeldishneigðir (en...