Vá! Ég er yfirleitt sofnuð um hálf 3 eða fyrr um helgar eða í fríum fyrir utan gamlárskvöld og núna á mánudaginn, þá var ég í tölvunni til kl. hálf 6!! og mér finnst það svo seint að ég var bara að deyja. Allavegana náði að sofna strax, en, nóttina eftir, aðfaranótt miðvikudags, gisti ég hjá vinkonu minni og við sofnuðum kl. 7 um morguninn! Þetta er eitthvað sem ég ætla aldrei að gera aftur af því að ég var sjúskuð allann miðvikudaginn auðvitað og svo líka aðeins í dag.