jæja… ég las rúmlega hundrað pósta hérna áðan þar sem þið voruð að drulla yfir sóleyju greyið, og ég verð eiginlega bara að taka upp hanskann fyrir hana. Ég hef heyrt sóleyju bítmixa, og það ágætlega. Miðað við undarlegu græjurnar sem hún spilar á þá er það talsvert afrek. Auk þess er hún að spila tónlist sem er á sviðinu 60 - 120 bpm, þannig að hún þyrfti að raða upp prógrammið sitt í þannig röð að lögin dyttu saman í takt, frekar en í þeirri röð sem er líklegust til að skapa stemmningu....