Var að sjá á live2cruize.com einhverja 1400 hondudruslu. Eigandinn giskaði á að bíllinn væri 130 hestöfl. Sko, þessir bílar eru 90 hestöfl max. Hvernig dettur mönnum svona tölur í hug? Taka þeir original tölu, og bæta við 10 hestöflum fyrir hverja einustu minniháttar breytingu sem þeir gera? 10 fyrir loftsíuna, 10 fyrir flækjurnar, 10 fyrir opna pústkerfið með 4“ púststútnum, og svo 10 fyrir brand name kerti? 90 + 40 = 130. Þetta er alveg út í hött að menn láti sig dreyma um 45% aflaukningu...