Á þorláksmessu fór ég með litlu fjölskyldunni minni á kaffihús á laugaveginum! Ég pantaði mér kakó í tilefni jólahátíðarinnar og fór svo að líta í kringum mig. Staðurinn var þéttsetinn og allir virtust vera í jólaskapi. Á næsta borði sátu mæðgur, stelpan var svona 6 ára og móðirin um 30, hún var að tala í símann. Ég sá að stelpan var í ekta prinsessukjól og var í flottri kápu yfir með kórónu á höfðinu og töfrasprota í hendinni.. algjör dúlla og var að sveifla töfrasprotanum fram og aftur....