Afar slöpp spennumynd úr smiðju Tom Clancy, meistarans á bak við einn nettasta karakter kvikmyndasögunnar, Jack Ryan. Fyrri myndir Clancy's (þ.e. The Hunt for Red October, Patriot Games og Clear and Present Danger) eru bara með þeim betri spennumyndum sem ég hef nokkurn tímann séð, og það er nokkuð erfitt að kyngja þeirri staðreynd að þessi nýjasta, The Sum of All Fears, skuli hafa orðið svona þreytuleg. Hún þjáist bara of mikið, og á of mörgum sviðum meira að segja. Henni gengur ágætlega...