Fyrir skömmu greindi evrópska geimvísindastofnunin (ESA) frá nýjum niðurstöðum Fourier-litrófsmæli Mars Express geimfarsins, sem renna stoðum undir þá von manna að litlir örveruhópar gætu þrifist undir yfirborði Mars. Gögnin sýna að vatnsgufa er í lofhjúpnum um 10-15 km fyrir ofan yfirborðið, en yfir þremur breiðum svæðum við miðbaug - Arabia Terra, Elysium Planum og Arcadia Memnonia - er hún nær yfirborðinu og í mun meiri mæli. Þessi svæði liggja ennfremur yfir vatnsíslögum sem Mars Odyssey...