Ég hef verið að lesa hér ýmis leiðindaskrif um dómara og langar til að fjalla örlítið um þau mál. Það er ýmislegt athugavert við dómaramál í íshokký á Íslandi, helstu ásakanir á dómara eru að þeir séu lélegir, óheiðarlegir og hræddir við að dæma. Sumir vilja leysa þessi mál með að fá erlenda dómara til dæma og þá sérstaklega úrslitaleikina. Ég tel að okkar stærstu vandamál séu að dómararnir hafa litla reynslu. Þó svo að þetta séu menn sem hafa spilað íshokký lengi þá er allt annað að dæma...